Þegar við stofnuðum Land Lögmenn haustið 2012 ákváðum við einróma að lögmannsstofan skyldi vera kölluð „Land“. Landkönnuðir réru á ný mið, uppgötvuðu nýja hluti og hrópuðu „LAND“ þegar glitti í fastalandið í fjarska. Við hjá Land Lögmönnum hjálpum þér að hafa fast „LAND“ undir þínum fótum áður en þú leggur í leiðangur, hvort sem það eru íbúðarkaup, alþjóðaviðskipti, stofnun fyrirtækis eða hvað það sem við getum aðstoðað þig með.