
Lögmannsstofan LAND Lögmenn var stofnuð haustið 2012 og hefur stofan frá upphafi veitt einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum og opinberum aðilum, faglega og áreiðanlega lögfræðiþjónustu.
Lögmenn LAND búa yfir víðtækri sérfræðiþekkingu og reynslu á öllum helstu sviðum lögfræðinnar. Við leggjum metnað okkar í að veita þjónustu sem er bæði persónuleg, skilvirk og lausnamiðuð, þar sem trúnaður og traust eru ávallt í forgrunni.
Átta lögmenn starfa hjá stofunni, þar af fimm með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti Íslands. Þannig tryggjum við að sérfræðiþekking, fagmennska og árangur fylgi hverju máli frá upphafi til enda.
