Atvinnu- og dvalarleyfi

Á stofunni starfa lögmenn með yfirgripsmikla sérþekkingu á sviði dvalar- og atvinnuleyfamála en sérfræðingar okkar hafa aðstoðað yfir hundruði viðskiptavina við að afla dvalar- og atvinnuleyfa hér á landi. 

Lögmenn stofunnar veita einstaklingum og fyrirtækjum  alhliða ráðgjöf í tengslum umsóknir um hvers konar atvinnu- og dvalarleyfi. Þá önnumst við einnig tilkynningar til Vinnumálastofnunar um vinnu erlendra starfsmanna sem fer fram hér á landi og tilkynningar um starfsemi starfsmannaleiga. 

Markmið okkar er að hvert umsóknarferli gangi sem best fyrir sig, en þjónusta okkar felst meðal annars í því að veita ráðgjöf um tegundir dvalar- og atvinnuleyfa, skilyrði þeirra og frágang umsóknargagna.

Við fylgjum umsóknum eftir og önnumst alla hagsmunagæslu gagnvart Útlendingastofnun og Vinnumálastofnun þar til leyfi er veitt.

hafðu samband: landlogmenn@landlogmenn.is