Sakamál
Lögum samkvæmt eiga þeir sem sakaðir eru um refsiverða háttsemi alltaf rétt á aðstoð verjanda hvort sem máið er í rannsókn hjá lögreglu eða sætir ákæru fyrir dómi. LAND lögmenn hafa sérhæft sig í rekstri sakamála og hafa margir hverjir áratuga reynslu af því að gæta réttar sakborninga til hins ítrasta jafnt í umfangsmestu sakamálum sem hinum umfangsminnstu.
Sérfræðingar LAND á sviði sakamála hafa einnig tekið að sér að gæta réttar þolenda afbrota þar sem nærgætni og vandvirkni eru ekki síður mikilvæg jafnt og í verjendastörfum.
Þarftu aðstoð í sakamáli?
Hafðu samband við okkur í dag og við munum hjálpa þér í gegnum ferlið með fagmennsku og nærgætni.
