Lögmannsstofan Land Lögmenn var stofnuð haustið 2012. Frá og með þeim tíma hafa einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og opinberar stofnanir leitað til okkar. Markmið okkar er ávallt að veita viðskiptavinum okkar persónulega, áreiðanleika og árangursríka þjónustu.
Heiðarleiki og fagmennska
Heiðarleiki, fagmennska og metnaður er sá grunnur sem velgengni stofunnar byggir á.
Fjölbreytt sérhæfing tryggir árangursríka þjónustu
Við veitum alhliða lögfræðiþjónustu og tryggjum að viðskiptavinir fái ráðgjöf við hæfi frá lögmönnum með nauðsynlega sérfræðiþekkingu. 
Víðtæk og fjölbreytt reynsla.
Lögmenn okkar hafa áratuga reynslu á fjölbreyttum sviðum, m.a. úr íslenska fjármálakerfinu sem og frá hinu opinbera.
Við hjá Land lögmönnum höfum mjög ólíka reynslu og bakgrunn sem nýtist vel þegar við sameinum krafta okkar og hugvit.
Lögmenn LAND hafa áratuga reynslu af málflutningi fyrir öllum dómstigum. Hjá okkur starfa lögmenn með málflutningsréttindi fyrir öllum dómsstigum, þar af fimm hæstaréttarlögmenn.

  |    2012 - 2025 |   LAND lögmenn  |   Hlíðasmári 9, 201 Kópavogur   |   s: 546 40 40   |