Lögmannsstofan Land Lögmenn var stofnuð haustið 2012. Frá og með þeim tíma hafa einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og opinberar stofnanir leitað til okkar. Markmið okkar er ávallt að veita viðskiptavinum okkar persónulega, áreiðanleika og árangursríka þjónustu.
Við hjá Land lögmönnum aðstoðum viðskiptavini okkar við að hafa fast land undir fótum áður en þeir leggja af stað í leiðangur.
Traust, trúnaður og heiðarleiki
Við leggjum áherslu á traust, trúnað og heiðarleika.
Lögfræðiráðgjöf þvert á landamæri. Við höfum yfirgripsmikla þekkingu á lagalegum atriðum er upp geta komið í tengslum við viðskipti yfir landamæri, einkum á sviði alþjóðlegra fjárfestinga, fríverslunarsamninga, tvísköttunarsamninga og í tengslum við atvinnu- og dvalarleyfi.
Víðtæk reynsla. Lögmenn okkar hafa áratuga reynslu á fjölbreyttum sviðum, m.a. úr íslenska fjármálakerfinu sem og frá hinu opinbera.
VÍÐTÆK REYNSLA Í OPINBERA OG EINKAGEIRANUM
Við hjá Land lögmönnum höfum mjög ólíka reynslu og bakgrunn sem nýtist vel þegar við sameinum krafta okkar og hugvit.
Lögmenn LAND hafa áratuga reynslu af málflutningi fyrir öllum dómstigum. Hjá Land lögmönnum starfa fimm hæstaréttarlögmenn auk lögmanna með réttindi fyrir Landsrétti.