STARFSREYNSLA
2025 –
Lögmaður hjá LAND Lögmönnum ehf.
2021 – 2025
Lögmaður og verkefnastjóri hjá LOGOS lögmannsþjónustu slf.
2020 – 2021 –
Bjerkan & Stav Advokatfirma, Noregi.
MENNTUN
2023
Héraðsdómslögmannsréttindi
2016 – 2018 –
Háskóli Íslands. Lögfræði mag. jur.
2011 – 2015
Háskóli Íslands. Lögfræði BA.
SÉRHÆFING:
Jóna hefur síðastliðin ár sérhæft sig á sviði stjórnsýsluréttar, vinnuréttar og almennrar fyrirtækjaráðgjafar. Þá hefur hún einnig lagt fyrir sig sifja- og erfðarétt, þ.m.t. barna- og barnaverndarrétt.
Vinnuréttur: Jóna hefur sl. ár veitt fyrirtækjum alhliða ráðgjöf í tengslum við vinnurétt, þ.m.t. ráðgjöf við gerð ráðningasamninga og starfslokasamninga, skráningu starfsmannaleiga og annast nauðsynleg samskipti við Vinnueftirlitið í sambandi við starfsemi þeirra hér á landi, ráðgjöf vegna umsókna um tímabundin atvinnuleyfi fyrir sérfræðinga, ráðgjöf við túlkun kjarasamninga og ráðgjöf við hverskyns starfsmannamál sem upp geta komið. Þá hefur Jóna haldið fyrirlestra fyrir vinnustaði um einelti, kynbundna og kynferðislega ´áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Fjölskyldu- og barnaréttur: Reynsla af vinnu við skilnaðarmál, forsjármál og barnaverndarmál. Þá sinnti Jóna aðstoðarkennslu í faginu samhliða háskólanámi.
Skatta- og stjórnsýsluréttur: Jóna hefur umfangsmikla reynslu af ráðgjöf í þágu fyrirtækja og einstaklinga er varðar hverskyns ágreiningsmál við skattyfirvöld hér á landi og hefur komið að rekstri fjölda stjórnsýslumála fyrir skattyfirvöldum, þ.m.t. yfirskattanefnd, ásamt fjölda dómsmála er varða ágreining um greiðslu skatta.
Refsiréttur: Reynsla af verjendastörfum og réttargæslu.
TUNGUMÁL:
Íslenska, enska, norska.
FÉLAGS- OG TRÚNAÐARSTÖRF
2025 –
Stjórnarmaður hjá Barnaheill – Save the Children á Íslandi
2025
Stjórnarmaður hjá Heyrnarhjálp – félagasamtök