Fjölskyldu- og erfðaréttur

Í okkar röðum er teymi sérfræðinga á sviði fjölskylduréttar sem hafa mikla reynslu og þekkingu í ágreiningsmálum milli foreldra um forsjá barna, lögheimili, umgengni og meðlag.

Félagaréttur og fjármál

Við leiðbeinum eigendum við endurskipulagningu skulda og samskipti við lánastofnanir og kröfuhafa.

Sakamál

Land lögmenn hafa á að skipa lögmönnum sem hafa sérhæft sig í rekstri sakamála og hafa margir hverjir áratugalanga reynslu af því að gæta réttar sakborninga til hins ýtrasta.

Eignaréttur

Meðal verkefna sem við sinnum eru landskipti, veiðirétur og málefni tengd lax- og silungsveiðilögum.

Slysamál og skaðabætur

Lögmenn Land hafa einnig mikla þekkingu á öðrum sviðum skaðabótaréttarins. Teljir þú þig eiga rétt á bótum vegna tjóns hafðu samband og við skoðum málið.

Fasteigna- og skipulagsmál

Hjá Land lögmönnum starfa sérhæfðir lögmenn með áratugalanga reynslu af málum sem snúa að fasteignum og skipulagsmálum, m.a. er varða kaup og sölu fasteigna og úrlausn ágreinings sem kann að koma upp í því sambandi. Þá veitum við einnig ráðgjöf í tengslum við skipulagsmál og hafa Land lögmenn veitt einstaklingum, fyrirtækjum og húsfélögum ráðgjöf í þessum efnum.