Erfðaréttur

Við veitum ráðleggingar á sviði erfðaréttar og aðstoðum við gerð erfðaskráa og við skipti á dánarbúum.

LAND lögmenn taka að sér hvers kyns málefni tengd erfðarétti og skipti dánarbúa, hvort heldur um er að ræða einkaskipti dánarbúa eða opinber skipti á  dánarbúum. Lögmenn stofunnar hafa yfirgripsmikla þekkingu á ágreiningsefnum sem upp kunna að koma við skipti dánarbúa.

Erfðamál verða flóknari eftir því sem fjölskyldumynstur verða fjölbreytilegri og því er skynsamlegt að gera ráðstafanir í tengslum við erfðamálefni. T.d. ef hjón eiga ekki sameiginlega niðja geta þau gert með sér erfðaskrá sem kveður á um rétt til setu í óskiptu búi. Ef engin erfðaskrá er gerð, geta stjúpniðjar krafist skipta á dánarbúi og maki á þá ekki rétt á setu í óskiptu búi.

Land lögmenn annast um gerð erfðaskrá en erfðaskrár eru formbundnir skriflegir gerningar um hinsta vilja arfláta. Erfðaskrá getur verið metin ógild ef ekki er vandað til verka og skjalið fullnægir ekki öllum formkröfum sem gerðar eru til erfðaskráa.

Persónuleg þjónusta

Markmið okkar hjá Land Lögmönnum er að veita persónulega og góða þjónustu.

Hafa samband

Hafðu samband við okkur í gegnum formið hér á síðunni