Landbúnaðarréttur

Land Lögmenn búa yfir áratuga reynslu á sviði landbúnaðarmála. Við höfum tekið þátt í að leysa fjölda mála fyrir bændur, sveitarfélög, veiðifélög og landeigendur. Auk þess höfum við tekið þátt í að semja lög, reglugerðir, úrskurði, veiðifélagssamþykktir, fjallskilasamþykktir og búfjárhaldssamþykktir. Starfsmenn stofunnar hafa aðstoðað einstaklinga og fyrirtæki við að vinna úr hinum ýmsu málum, við að fá ákvörðun, rökstuðning og eða við kærumeðferð innan stjórnsýslunnar. Auk þess hafa lögmenn stofunnar flutt fjölda mála á sviði landbúnaðar bæði fyrir héraðsdómum landsins og fyrir Hæstarétti.

Persónuleg þjónusta

Markmið okkar hjá Land lögmönnum er að veita persónulega og góða þjónustu.

Hafa samband

Hafðu samband við okkur í gegnum formið hér á síðunni